TeleMed – Ný lausn fyrir fjarlækningar
TeleMed er ný hugbúnaðarlausn frá Skræðu sem gerir fjarviðtöl möguleg beint innan úr sjúkraskárkerfinu. Með TeleMed er hægt að veita fjarheilbrigðisþjónustu með einföldum og öruggum hætti. |
TeleMed er 100% íslensku hugbúnaðarlausn sem er hönnuð og þróuð af Skræðu ehf. |
Samþætt við Sjúkraskrárkerfið
TeleMed er hægt að samþætta við hvaða sjúkraskrárkerfi sem er og hefur þegar verið samþætt við PMO sjúkraskrárkerfið.
Bókaðu fjarviðtal
Þú bókar tíman í PMO og skráir að það sé fjarviðtal. Við stofnast fjarfundur í TeleMed kerfinu.
Opnaðu viðtalið beint úr sjúkraskrá sjúklings
Takki birtist á forsíðu sjúklings sem opnar fjarviðtalið
Öryggi í fyrirrúmi
TeleMed er hannað frá grunni með öryggi viðkvæmra persónuupplýsinga að leiðarljósi.
Auðkenning með rafrænum skilríkum
Sjúklingar auðkenna sig inní viðtal með rafrænum skilríkjum og LoA4 auðkenningu sem er hæsta stig á áreiðanleika á auðkenningu sem til er.
Dulkóðuð samskipti frá A til Ö
TeleMed notar dulkóðun á alla fjarfundi. Það þýðir að öll samskipti milli sjúklings og heilbrigðisstarfsmanns eru að fullu dulkóðuð.
Lokað fundarherbergi fyrir hvert viðtal
Sérhvert viðtal á sér stað í lokuðu fundarherbergi sem aðeins sjúklingurinn og heilbrigðisstarfsmaðurinn hafa aðgang að. Eftir að viðtali lýkur læsist fundarherbergið þannig að ekki er hægt að opna það aftur.
Hannað með tilliti til krafa landlæknis og persónuverndar
TeleMed hefur undirgengist öryggisúttekt af óháðum þriðja aðila með tiliti til þeirra krafa sem gerðar eru í fyrirmælum landlæknis um upplýsingaöryggi við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu auk krafa persónuverndarlaga um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga
- Published in sjúkraskrá, TeleMed, Uncategorized
Lyfjagrunnur landlæknis í eGátt
Lyfjagrunnur landlæknis er nú aðgengilegur í gegnum eGátt Nú er hægt að fletta upp lyfjaávísunum sjúklinga í lyfjagrunni landlæknis beint úr eGátt. Þar má sjá hvaða lyfjum hefur verið ávísað með rafrænum hætti auk afgreiðslustöðu þeirra oflr. Ef þú hefur áhuga á að fá aðgang að lyfjagrunni landlæknis hafðu þá samband. |
Um eGátt
eGátt er hugbúnaður hannaður, þróaður af og í einkaeigu Skræðu ehf. Engir utanaðkomandi aðilar, hvorki opinberir- né einkaaðilar hafa styrkt eða komið að þróun hugbúnaðarins.
Skræða er leiðandi aðili á markaði hugbúnaðarlausna og upplýsingatækni til reksturs heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Frekari upplýsingar má finna á http://egatt.is
- Published in eGátt, sjúkraskrá
Aðgangur að sjúkraskrám á landsvísu
Skoðaðu gögn frá öðrum stofnunum
Með eGátt geturðu flett upp í sjúkraskrám allra helstu heilbrigðisstofnana landsins. Allar komur sjúklinga á Heilsugæsluna, Landspítalan oflr eru aðgengilegar með einu músarsmelli. Gögnin eru sótt í rauntíma sem þýðir að um leið og gögnin hafa verið vistuð á viðkomandi stofnun verða þau aðgengileg í eGátt.
Rauntímadeiling sjúkraskrár
eGátt býður nú uppá deilingu sjúkraskrárgagna í rauntíma með öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins. Deilingin virkar í báðar áttir, þ.a. aðrar stofnanir sjá gögn frá þinni stofnun og þú sérð gögn annarra stofnana.
Um er að ræða tímamótalausn í íslensku heilbrigðiskerfi. Nú er í fyrsta skipti hægt að lesa gögn frá Sögu kerfinu án þess að kaupa aðgang að Sögu.
eGátt er fyrsti og eini hugbúnaðurinn í heiminum sem getur skipst á sjúkraskrárgögnum við sjúkraskrárkerfið Sögu í rauntíma.
Deildu gögnum með öðrum stofnunum
Aðrar stofnanir geta nálgast sjúkraskrár þinna sjúklinga í rauntíma með öruggum hætti. Gögn um komur skjólstæðinga þinna verða þannig aðgengilegar á öðrum stofnunum þegar þeir sækja þjónustu þar.
Um eGátt
eGátt er hugbúnaður hannaður, þróaður af og í einkaeigu Skræðu ehf. Engir utanaðkomandi aðilar, hvorki opinberir- né einkaaðilar hafa styrkt eða komið að þróun hugbúnaðarins.
Skræða er leiðandi aðili á markaði hugbúnaðarlausna og upplýsingatækni til reksturs heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
- Published in eGátt, sjúkraskrá
ICD-10 greiningar á íslensku í PMO
Nú er hægt að nota ICD-10 greiningarkerfið á íslensku í PMO |
Í samstarfi við Embætti Landlæknis hefur ICD 10 verið þýtt yfir á íslensku og flutt og aðlagað að PMO. Hægt er að leita eftir greiningum í ICD-10 bæði eftir kóðanúmerum og eftir heitum greininga.
- Published in sjúkraskrá
Fyrirmæli Landlæknis um lágmarksskráningu á læknastofum
Með staðfestingu heilbrigðisráðherra þann 7. ágúst 2008 á tilmælum landlæknis um lágmarksskráningu á heilsugæslustöðvum og læknastofum og birtingu því til staðfestingar í B-deild stjórnartíðinda þann 28. sama mánaðar, þá hafa tilmælin hlotið ígild reglugerðar með tilsvísan í lög nr. 41/2007 um landlækni. Þar með eru tilmælin orðin að fyrirmælum og læknum skylt að uppfylla tilgreinda lágmarksskráningu. Þá er skylt að skila til landlæknis þessum upplýsingum þegar eftir þeim er kallað, en Landlæknisembættið áætlar að læknar skili inn gögnum í byrjun hvers árs fyrir árið sem leið.
Skræða hefur byggt inn í PMO möguleika á skráningu á öllum þeim atriðum sem landlæknir hefur tilgreint að falli undir lágmarksskráningu. Lang flest af þessum atriðum skrást sjálfkrafa við það eitt að sjúklingurinn er bókaður í kerfið en 7 atriði þarf að skrá sérstaklega, en skráning lang flestra þeirra falla undir það sem teljast verður eðlilegar og nauðsynlegar færslur við afgreiðslu sjúklinga.
PMO býður upp á skýrslugerð vegna þessara skila til landlæknis. Í ár mun Skræða útbúa skýrslur fyrir lækna Domus Medica að kostnaðarlausu fyrir þau gögn sem þeir hafa skráð í PMO á árinu 2008, en fljótlega mun verða sett upp einfalt skýrslugerðarviðmót sem hver og einn læknir eða læknastofa getur sjálf notað til að gera sína skýrslu. Bent skal á að Skræða telur sig ekki hafa umboð til að senda landlækni skýrslur nema að læknar fari sérstaklega fram á það.
Þá hefur Skræða útbúið aðgengilegar leiðbeiningar á heimasíðu sinni (www.sjukraskra.is) hvar og hvernig við daglega notkun PMO maður skráir þau atriði sem kveðið er á um í fyrirmælum landlæknis.
- Published in sjúkraskrá
Innleiðing PMO í Domus Medica
Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á árinu sem var að líða. Nú er innleiðing Profdoc Medical Office í Domus Medica á lokametrunum. Óhætt er að segja að notkun kerfisins sé komin á fullt skrið. Alls eru komnar yfir 280.000 sjúkraskrárnótur í gagnagrunninn. Þar af voru 266.517 nótur innfluttar úr öðrum kerfum. Á rúmlega hálfu ára hafa því verið skráðar rúmlega 17.000 nýjar nótur. Í kerfið hafa verið gerðar yfir 95.000 bókanir og tæplega 30.000 reikningar verið búnir til. Einnig hafa verið gerðir rúmlega 7.000 lyfseðlar. Í dag eru um 50 læknar komnir með aðgang að kerfinu auk móttökuritara og læknaritara. Á þessum tíma hafa ekki komið upp neinar alvarleg atvik eða villur í PMO kerfisinu sjálfu. Nær öll vandamál hafa snúið að tölvubúnaðinum sjálfum s.s. prenturum eða byrjunarörðugleika notenda. Miðað við umfang notkunar kerfisins erum við mjög ánægðir með þennan árangur og þá ekki síður með góðar móttökur og jákvæðni og þolinmæði ykkar.
Nýlega höfum við bætt eftirfarandi eyðublöðum í kerfið:
LSH Almenn blóðrannsókn Fossvogi með gigtarprófum
LSH Almenn blóðrannsókn Hringbraut
LSH Blóðvatnspruga vega veirusjúkdóma
LSH Blóðvatnsrannsóknir
LSH Erfðarannsóknir
LSH Eyðni og lifrabólgupróf
LSH Heilarit
LSH Litningarannsókn
LSH Ónæmis og ofnæmispróf (RAST)
LSH Ónæmispróf fyrir gigtar- og sjálfsónæmissjúklinga
LSH Rannsóknarbeiðni Myngrþj.
LSH Rannsóknarstofa í meltingafærum
LSH Sýklarannsókn
LSH Veiruræktun o/e veiruleit
LSH vöðva og taugarit
LSH Vökvarannsóknir
LSH Þvagfærarannsókn
TR Umönnunarbætur barna
MHB Rannsóknarleyfi
Þá haf mörg TR eyðublöð verið uppfærð í samræmi við nýjar útgáfur þeirra af hálfu Sjúkratrygginga.
Við vinnum að því að bæta við fleiri eyðublöðum. Séu ábendingar eða óskir um viðbótareyðublöð, ekki hika við að hafa samband.
Nokkrir læknar hafa nýtt sér að hægt er að hafa forgerðar stofunótur sem þeir breyta síðan og bæta við til samræmis við komu sjúklings og fullyrða að af þessu hljótist mikill tímasparnaður og sparnaður í ritarakostnaði. Sértu með hugmyndir eða tillögur að forgerðum stofunótum hvetjum við þig til að koma þeim til okkar.
Við undirbúum nú skýrslugerð til Landlæknis f. síðasta ár og munum keyra út þær upplýsingar sem krafist er samkvæmt gildandi reglugerð þegar skýrslutólið er tilbúið og þið hafið sent okkur í tölvupósti beiðni þar að lútandi. Í þessu samhengi er rétt að minna á þau atriði sem skylt er að skrá í hverri komu, en flest af þeim skrást sjálfvirkt en þau sem hér að neðan eru talin þurfa að skrást handvirkt:
Hver vísaði einstaklingi
Eftirfylgni
Greining (þegar við á, hver koma krefst ekki greiningar, þ.e. t.d. ekki hægt að setja greiningu fyrr en hún liggur fyrir)
Tilefni samskipta (einkennaskráning, ásætða komu)
Tvö fyrri atriðin skrást í stofunótuna í felliglugga sem ætti að vera til staðar í öllum stofnótusniðmátum. Séu þau það ekki í þeim sniðmátum sem þú notar biðjum við þig að láta okkur vita svo við getum bætt þeim við. Jafnframt ætti að vera til staðar auður reitur til skráningar á nafni tilvísandi læknis eða stofnunar.
Tvö síðari atriðin skrást í sjúkdómsgreingarmódúlinn þar sem bæði er að finna ICD 10 og ICPC skrárnar sem fletta má upp í. R-flokka ICD10 og/eða ICPC skrána má nota til skráningar tilefnum samskipta, hvort sem sjúkdómsgreining (ICD10 númer önnur en R-númer) er gefin eður ei. Hér fylgir með flýtiskrá fyrir ICPC sem hentugt er að prenta út í lit til að hafa á borðinu hjá sér og þannig flýta fyrir því að finna viðeignadi ICPC númer.
Þá er rétt að skýra frá því að við höfum haft samband við LSH vegna mögulegra tenginga við rannskóknarstofukerfi þeirra auk þess sem við bíðum leiðbeininga frá Svíþjóð hvernig hægt verði að tengjast rannsóknarstofunni í Domus. Þá munum við undbúa í samráði við Rtg Domus tengingu úr Profdoc inn á myndskoðunarhugbúnað þeirra.
Sé áhugi fyrir frekari kennslu eða sýningu á kerfinu ertu endilega beðinn um að hafa samband.
Kveðja,
Starfsmenn Skræðu
- Published in sjúkraskrá